Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 19. ágúst 2017 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Milan heldur áfram að spreða - Kalinic á leiðinni
Nikola Kalinic í leik með króatíska landsliðinu
Nikola Kalinic í leik með króatíska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Ítalska stórliðið AC Milan hefur komist að samkomulagi við FIorentina um kaup á króatíska framherjanum Nikola Kalinic. Ítalski fjölmiðlar greina frá þessu.

Kalinic, sem er 29 ára gamall, hefur átt litríkan feril en hann lék með Blackburn Rovers frá 2009 til 2011 áður en hann hélt til Dnipro í Úkraínu þar sem hann gerði það gott áður en Fiorentina keypti hann árið 2015.

Hann hefur verið að gera frábæra hluti í Seríu A en hann skoraði 15 mörk á síðustu leiktíð.

Nú hefur Milan komist að samkomulagi við FIorentina um kaup á leikmanninum. Hann bætist í hóp fjölda annarra sem hafa samið í sumar.

Félagið hefur fengið Hakan Calhanoglu, Mateo Musacchio, Ricardo Rodriguez, Lucas Biglia, Andrea Conti og Andre Silva. Félagið fékk einni bróðir Gianluigi Donnaruma, Antonio.
Athugasemdir
banner
banner
banner