lau 19. ágúst 2017 13:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Ég leyfði hestunum að hlaupa
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
„Það er hamingja í okkar leik. Það hefur oft gerst hjá mínum liðum að við erum 1-0 yfir og síðan jafnar hitt liðið. Ekki í dag. Það var ekki þörf fyrir því hjá okkur í dag að loka hurðinni, ég leyfði hestunum að hlaupa," sagði Jose Mourinho eftir 4-0 sigur á Swansea í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag.

United var með 1-0 forystu fram á 80. mínútu, en Man Utd keyrði yfir Swansea á lokakaflanum og vann að lokum 4-0.

„Swansea spilaði með fimm manna varnarlínu og þeir breyttu síðan og þegar þeir gerðu það þá fengum við meira pláss og drápum leikinn í kjölfarið," sagði Mourinho hress.

„Mér fannst við stjórna leiknum, en fótbolti er fótbolti og þú getur aldrei verið rólegur. Ég var með menn á bekknum í dag sem gátu hjálpað okkur að vinna leikinn."

Einn þeirra leikmann sem kom af bekknum var Anthony Martial. Hann skoraði fjórða mark United í leiknum, rétt eins og gegn West Ham í síðasta leik. Er von á honum í byrjunarliðinu í næsta leik?

„Hann er að leggja mikið á sig. Hann er að fá meira sjálfstraust. Framtíðin er björt hjá honum," sagði Mourinho að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner