Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 19. ágúst 2017 18:02
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pulis: Evans spilaði ekki vegna meiðsla
Evans hefur verið orðaður við Manchester City.
Evans hefur verið orðaður við Manchester City.
Mynd: Getty Images
Jonny Evans var ekki í leikamannahópi West Brom í dag þegar liðið sigraði Burnley 0-1 í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi 29 ára gamli varnarmaður hefur verið orðaður við Manchester City undanfarna daga en Tony Pulis, stjóri West Brom, sagði í viðtali eftir leikinn í dag að Evans hefði ekki verið í hópnum í dag vegna meiðsla. Talið var að ástæðan væri mögulega sú að hann væri að fara til Man City.

„Það er enginn möguleiki á öðru að Jonny Evans myndi spila ef hann væri heill. Hann er að glíma við meiðsli og við vitum að því, við þurfum að passa upp á það að hann verði tillbúinn þegar hann kemur aftur og spilar með okkur."

Tony Pulis var að sjálfsögðu gríðarlega ánægður með sigur sinna manna í dag.

„Þetta er frábær byrjun hjá okkur, sérstaklega að hafa náð að halda hreinu tvisvar."

Sjá einnig:
Jonny Evans ekki í hóp - Á leið til Man City?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner