lau 19. ágúst 2017 22:24
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Spánn: Griezmann sá rautt í jafntefli
Christian Stuani skoraði mörk Girona í kvöld.
Christian Stuani skoraði mörk Girona í kvöld.
Mynd: Getty Images
Tveir síðustu leikir dagsins í spænsku úrvalsdeildinni voru viðureignir, Girona og Atletico Madrid og Sevilla og Espanyol en þeim leik er einmitt ný lokið.

Girona komst í 2-0 gegn Atletico Madrid í fyrri hálfleik en Christian Stuani sem lék með Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili skoraði bæði mörkin fyrir Girona.

Antoine Griezmann framherji Atletico Madrid fékk tvö gul spjöld á 67. mínútu og var því rekinn af velli, fyrst fékk hann spjald fyrir dýfu og svo fyrir mótmæli við dómarann.

Þeir Angel Correa og Jose Gimenez sáu til þess að gestirnir fengu stig út úr leiknum, en Gimenez jafnaði fimm mínútum fyrir leiks lok.

Lokaleikur kvöldsins var viðureign Sevilla og Espanyol, þar var niðurstaðan 1-1 jafntefli þar sem Ever Banega fékk rauða spjaldið undir lok leiks.

Girona 2 - 2 Atletico Madrid
1-0 Christian Stuani ('22 )
2-0 Christian Stuani ('25 )
2-1 Angel Correa ('78 )
2-2 Jose Gimenez ('85 )

Rautt spjald:Antoine Griezmann, Atletico Madrid ('67)
Sevilla 1 - 1 Espanyol
1-0 Clement Lenglet ('26 )
1-1 Leo Baptistao ('35 )

Rautt spjald:Ever Banega, Sevilla ('84)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner