Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. ágúst 2017 13:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Swansea má ekki við því að selja sinn besta mann á hverju ári"
Gylfi er farinn til Everton.
Gylfi er farinn til Everton.
Mynd: Getty Images
Swansea þurfti að sætta sig við 4-0 tap gegn Manchester United í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni.

Swansea var inn í leiknum alveg fram á 80. mínútu, en þá gekk United frá leiknum. Lukaku, Pogba og Martial skoruðu.

John Hartson, fyrrum sóknarmaður Celtic, fjallar oft um Swansea fyrir BBC og hann fylgdist með leiknum í dag. Hann sagði eftir leikinn að Swansea mætti ekki við því að missa alltaf sinn besta leikmanne, en liðið var að selja Gylfa Sigurðsson til Everton.

„Swansea þarf að fá inn leikmenn, ég er viss um að Paul Clement sé með augastað á nokkrum leikmönnum," sagði Hartson.

„Swansea má samt ekki við því að missa sinn besta leikmann á hverju ári. Þeir voru nálægt því að falla á síðasta tímabili. Þeir Ashley Williams síðasta sumar og Wilfired Bony sumarið fyrir það."

„Núna misstu þeir Gylfa Sigurðsson. Þú getur ekki alltaf jafnað þig eftir að hafa selt besta leikmanninn þinn ár hvert."



Athugasemdir
banner