fös 19. september 2014 14:30
Magnús Már Einarsson
Assou-Ekotto í þriggja leikja bann fyrir ummæli á Twitter
Benoit Assou-Ekotto er úti í kuldanum hjá Tottenham.
Benoit Assou-Ekotto er úti í kuldanum hjá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Benoit Assou-Ekotto, bakvörður Tottenham, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann hjá enska knattspyrnusambandinu fyrir færslu sína á Twitter í fyrra.

Assou-Ekotto þarf einnig að punga út 50 þúsund punda sekt (um 10 milljónir króna). Assou-Ekotto lét ummæli á Twitter til stuðnings Nicolas Anelka síðastliðinn vetur.

Anelka var dæmdur í fimm leikja bann fyrir umdeilt fagn í leik með WBA gegn West Ham en hann gerði merkið "quenelle" sem tengist gyðingahatri.

Assou-Ekotto hefur nú verið dæmdur í bann fyrir að sýna Anelka stuðning. Bannið hefur þó lítil áhrif á Assou-Ekotto því hann er ekki inni í myndinni hjá Tottenham þar sem hann er á eftir Danny Rose og Ben Davies í stöðu vinstri bakvarðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner