Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. september 2014 15:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 14. umferð: Hann lofar að safna hári ef við vinnum
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Ingvar var í íslenska landsliðshópnum gegn Tyrkjum.
Ingvar var í íslenska landsliðshópnum gegn Tyrkjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Henrik Bödker með hár á árum áður.  Hann gæti þurft að safna á nýjan leik.
Henrik Bödker með hár á árum áður. Hann gæti þurft að safna á nýjan leik.
Mynd: Getty Images
,,Þetta var sá leikur sem ég hef haft mest að gera í sumar fyrir utan Evrópuleikina. Þetta voru svipað mörg færi og í þeim leikjum en þetta gekk vel," sagði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar við Fótbolta.net en hann er leikmaður 14. umferðar í Pepsi-deildinni.

Ingvar lokaði marki Stjörnunnar þegar liðið lagði Víking 1-0 í gærkvöldi í frestuðum leik.

,,Ég var heppinn í eitt skipti og þeir voru óheppnir þegar þeir skutu í stöngina í lokin. Það var hrikalega sterkt að klára þettt og ná í þrjú stig," sagði Ingvar en Stjörnumenn eru í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn.

,,Markmið okkar fyrir tímabilið var að ná í Evrópusæti og gera betur en í fyrra þegar við enduðum í 3. sæti. Þetta hefur gengið betur en við þorðum að vona. Það hefur verið frábært að taka þátt í þessu. Þetta hefur verið snilldar tímabil í Evrópukeppni og deild og vonandi endar þetta frábærlega."

Atvinnumennskan alltaf verið draumurinn
Ingvar var í íslenska landsliðshópnum gegn Tyrkjum og eftir góða frammistöðu í sumar neitar hann því ekki að stefnan er sett á atvinnumennsku erlendis á næstunni.

,,Það hefur alltaf verið markmiðið en ég reyni að hugsa lítið um þetta núna. Það hefur verið draumur síðan ég var lítill að fara í atvinnumennsku en það kemur í ljós eftir tímabilið eða á næsta ári hvort eitthvað gerist."

Hinn danski Henrik Bödker hefur verið aðstoðar og markmannsþjálfari hjá Stjörnunni undanfarin ár en hann er oft ansi líflegur á bekknum hjá Garðbæingum. Ingvar er ánægður með samstarfið við hann.

,,Ég hef alltaf fílað hann síðan ég kom í Stjörnuna. Hann er mjög skemmtilegur karakter og lifir sig mikið inn í þetta. Hann er hrikalega öflugur markmannsþjálfari og hefur góð áhrif inn í hópinn. Hann hefur reddað leikmönnum sem hafa styrkt okkur mikið. Það er mikil undirbúningsvinna á bakvið það og hann er ekki að taka bara einhverja leikmenn. Hann á stóran þátt í uppbyggingunni undanfarin ár."

Henrik gæti þurft að safna hári
Henrik er alltaf snoðaður en hann hefur ákveðið að safna hári ef Stjarnan nær að verða Íslandsmeistari í ár.

,,Hann lofaði því í vetur að ef við myndum klára titilinn þá myndi hann safna hári fram á næsta sumar. Hann myndi ekki fá að fara í klippingu í átta mánuði og hann er víst með svakalegar krullur. Það yrði rosalegt að sjá hann ef við klárum titilinn."

FH og Stjarnan eru bæði með 45 stig þegar þrjár umferðir eru eftir í Pepsi-deildinni en ágætis möguleiki er á að þessi lið mætist í hreinum úrslitaleik um titilinn í lokaumferðinni.

,,Þessir tveir leikir sem eru eftir eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur ef við ætlum að koma okkur í þennan leik sem okkur dreymir um að spila. FH klárar vanalega sína leiki og ég hef enga trú á að þeir tapi fleiri stigum. Það væri gaman fyrir alla fótboltaunnendur á Íslandi að fá einn úrslitaleik í lokin til að slútta þessu. Það verður vonandi ágætis veður þó að þetta sé í byrjun október. Vonandi verður ekki byrjað að snúa eða eitthvað rugl. Kaplakrikavöllur er flottasti völlur landsins að mínu mati og það væri hægt að búa til flotta stemningu þarna."

Næsti leikur Stjörnunnar er strax á sunnudag þegar liðið heimsækir Fjölni í Grafarvoginn. Ingvar reiknar með hörkuleik.

,,Þeir eru öflugir. Við lentum í miklum vandræðum með þá í fyrri leiknujm og vorum stálheppnir að stela sigri. Það er spáð 20 metrum á sekúndum og þetta verður kannski ekki mikill fótboltaleikur. Þetta verður kannski líkara Keflavíkur leiknum um daginn. Við þurfum að standa okkur betur en gegn Víking og ná þremur stigum," sagði Ingvar Jónsson.

Sjá einnig:
Leikmaður 18. umferðar - Kassim Doumbia (FH)
Leikmaður 18. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Leikmaður 17. umferðar - Ólafur Páll Snorrason (FH)
Leikmaður 16. umferðar - Andri Ólafsson (ÍBV)
Leikmaður 15. umferðar - Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
Leikmaður 13. umferðar - Igor Taskovic (Víkingur R.)
Leikmaður 12. umferðar - Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Leikmaður 10. umferðar - Jeppe Hansen (Stjarnan)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Gauti Emilsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur)
Leikmaður 7. umferðar - Pape Mamadou Faye (Víkingur)
Leikmaður 6. umferðar - Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Leikmaður 5. umferðar - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Leikmaður 2. umferðar - Jonas Sandqvist (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Mads Nielsen (Valur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner