Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. september 2014 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brandao fær sex mánaða bann í Frakklandi
Mynd: Getty Images
Franska knattspyrnusambandið er búið að dæma sóknarmann Bastia, Brandao, í sex mánaða leikbann eftir að hann skallaði Thiago Motta, miðjumann PSG, þann 16. ágúst.

Leikbannið gildir þar til 22. febrúar og náðist gott myndband af því þegar þessi 34 ára gamli Brasilíumaður skallaði Motta og kom sér í burtu.

Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, var brjálaður eftir leikinn og heimtaði að leikmaðurinn yrði bannaður til lífstíðar.

Brandao hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir Bastia eftir komu sína frá Saint-Etienne í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner