Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. september 2014 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Elmar spilaði allan leikinn í sigri Randers
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Randers sigraði Silkeborg með einu marki gegn engu er liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn í sigri Randers í kvöld en hann er lykilmaður liðsins.

Randers hefur farið gríðarlega vel af stað í deildinni en liðið er í öðru sæti með 16 stig eftir fyrstu átta leikina.

Elmar gekk til liðs við Randers frá IFK Gautaborg fyrir tveimur árum. Hann var þá einn besti maður vallarins í 3-0 sigri á Tyrklandi á dögunum en hann lék í hægri bakverði.
Athugasemdir
banner
banner
banner