Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. september 2014 17:30
Magnús Már Einarsson
Harry vill að Taarabt fari í megrun
Taarabt var í láni hjá AC Milan á síðasta tímabili.
Taarabt var í láni hjá AC Milan á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, stjóri QPR, hefur sagt Adel Taarabt að hann verði að létta sig til að geta spilað hlutverk í liðinu á þessu tímabili.

Taarabt verður ekki með gegn Stoke um helgina vegna ökklameiðsla en hann hefur einungis spilað eina mínútu í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili.

,,Adel snéri sig á ökkla í vikunni. Eftir 15 mínútur á æfingu þurfti hann að hætta og við erum aftur á byjrunarreit með hann," sagði Redknapp.

,,Við getum ekki komið honum í form. Hann kemur alltaf til baka og er síðan aftur frá keppni. Á ég að hvíla hann í nokkrar vikur?"

,,Ef hann fer í hvíld þá mun hann þyngjast og hvernig ætlaru þá að koma honum í form? Þetta er mjög erfitt með hann. Hann þarf að létta sig og komast í form svo við getum látið hann spila."

Athugasemdir
banner
banner
banner