fös 19. september 2014 05:50
Elvar Geir Magnússon
Ísland um helgina - Fimm lið í 2. deild í fallhættu
Líklegt er að Leiknir hampi bikarnum í 1. deild.
Líklegt er að Leiknir hampi bikarnum í 1. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fer Völsungur niður um tvær deildir á tveimur árum?
Fer Völsungur niður um tvær deildir á tveimur árum?
Mynd: Rafnar Orri Gunnarsson
Lokaumferðin í 1. deild verður leikin á morgun. Ljóst er að Leiknir og ÍA fara upp og KV fellur með Tindastóli. Aðeins er spurning hvort Leiknir eða ÍA standi uppi sem meistari en Breiðholtsliðið er með öll spil á hendi og þarf aðeins jafntefli gegn Tindastóli í lokaleiknum til að bikarinn fari á loft á Leiknisvelli.

Í 2. deild er ljóst að Fjarðabyggð og Grótta fara upp en fallbaráttan er æsispennandi. Ekkert lið er fallið en fimm eru í fallhættu fyrir lokaumferðina. Völsungur er í verstu málunum með 19 stig en þar fyrir ofan Reynir, Njarðvík og Afturelding með 21 stig. Ægir er með 23 stig og enn í fallhættu. Stöðuna í 2. deild má sjá neðst í fréttinni.

Þá verður heil umferð í Pepsi-deildinni á sunnudag. FH og Stjarnan eru jöfn á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. FH mætir Fram á sunnudag en Stjarnan heimsækir Fjölni í Grafarvoginn.

laugardagur 20. september

1. deild karla 2014
14:00 Leiknir R.-Tindastóll (Leiknisvöllur) - SportTv.is
14:00 KV-Þróttur R. (Gervigrasvöllur Laugardal)
14:00 BÍ/Bolungarvík-HK (Torfnesvöllur)
14:00 Grindavík-Selfoss (Grindavíkurvöllur)
14:00 Haukar-Víkingur Ó. (Schenkervöllurinn)
14:00 KA-ÍA (Akureyrarvöllur)

2. deild karla 2014
14:00 Afturelding-Ægir (N1-völlurinn Varmá)
14:00 Huginn-Njarðvík (Seyðisfjarðarvöllur)
14:00 KF-Grótta (Ólafsfjarðarvöllur)
14:00 Sindri-Völsungur (Sindravellir)
14:00 ÍR-Dalvík/Reynir (Hertz völlurinn)
14:00 Reynir S.-Fjarðabyggð (N1-völlurinn)

sunnudagur 21. september

Pepsi-deild karla 2014
16:00 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
16:00 Fjölnir-Stjarnan (Fjölnisvöllur)
16:00 KR-ÍBV (KR-völlur)
16:00 Keflavík-Fylkir (Nettóvöllurinn)
16:00 FH-Fram (Kaplakrikavöllur)
16:00 Valur-Þór (Vodafonevöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner