fös 19. september 2014 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Milan á leik við Juventus
Mynd: Getty Images
Það er heil umferð á dagskrá í ítalska boltanum þessa helgina þar sem stórleikur helgarinnar er á San Siro á laugardaginn, þegar AC Milan fær ríkjandi meistara Juventus í heimsókn. Fyrsti leikur helgarinnar er þó viðureign Harðar Björgvins Magnússonar og félaga í Cesena við Empoli.

Á sunnudaginn á AS Roma heimaleik við Cagliari og Udinese mætir Napoli klukkan 16:00. Lazio heimsækir Genoa, Sampdoria er á útivelli gegn Sassuolo og Atalanta á heimaleik við Fiorentina.

Emil Hallfreðsson og félagar hjá Verona heimsækja Torino í lokaleik helgarinnar, á sama tíma og nýliðar Palermo fá Inter í heimsókn.

Laugardagur:
16:00 Cesena - Empoli
18:45 AC Milan - Juventus

Sunnudagur:
10:30 Chievo - Parma
13:00 AS Roma - Cagliari
13:00 Genoa - Lazio
13:00 Sassuolo - Sampdoria
16:00 Atalanta - Fiorentina
16:00 Udinese - Napoli
18:45 Palermo - Inter
18:45 Torino - Verona
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner