Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. september 2014 07:30
Elvar Geir Magnússon
Sadio Mané kominn með atvinnuleyfi
Sadio Mané (lengst til hægri) í baráttunni.
Sadio Mané (lengst til hægri) í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton, fagnar því að senegalski miðjumaðurinn Sadio Mané er kominn með atvinnuleyfi.

Mané hefur ekki getað spilað fyrir Dýrlingana eftir að hafa verið keyptur frá Red Bull Salzburg í janúarglugganum á 11, 8 milljónir punda.

Mané verður ekki með gegn Swansea City á laugardag þar sem sá leikur kemur of fljótt, leikmaðurinn æfir með Southampton í dag.

Mané er 22 ára vængmaður og mögulegt er að hann leiki sinn fyrsta leik á þriðjudag gegn Arsenal í deildabikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner