fös 19. september 2014 10:55
Elvar Geir Magnússon
Scholes: Virkar eins og Yaya Toure sé áhugalaus
Er Toure búinn að missa neistann?
Er Toure búinn að missa neistann?
Mynd: Getty Images
„Hann hefur verið mjög ólíkur sjálfum sér og hreint út sagt virkað áhugalaus," segir sparkspekingurinn Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, um Yaya Toure.

Toure, miðjumaður Manchester City, hefur verið langt frá sínu besta í upphafi tímabils.

„Varnarvinna hans á miðjunni hefur dalað mikið og það er stórt áhyggjuefni fyrir Manchester City. Fernandinho þarf að vinna tveggja manna verk varnarlega. Toure virðist bara vera fyrir."

Manchester City tapaði fyrir Bayern München í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni þetta tímabilið.

Framtíð Toure hefur mikið verið í umræðunni og urðu margir stuðningsmenn City reiðir þegar leikmanninum virtist vera alveg sama um tapið gegn Bayern og brosti sínu breiðasta eftir leik þegar hann grinaðist í Pep Guardiola, stjóra Bayern.

Í maí lýsti Toure því yfir að hann væri ósáttur hjá félaginu eftir að hafa fengið of fáar afmæliskveðjur þegar hann varð 31 árs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner