Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 19. september 2014 09:35
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Isco til Liverpool eða Arsenal?
Powerade
Isco er orðaður við Liverpool og Arsenal.
Isco er orðaður við Liverpool og Arsenal.
Mynd: Getty Images
Cavani er sagður á óskalista Arsenal.
Cavani er sagður á óskalista Arsenal.
Mynd: Getty Images
Gleðilegan föstudag. Hér er allt helsta slúðrið frá Englandi í dag!



Hatem Ben Arfa gæti rift lánssamningi sínum hjá Hull og farið aftur til Newcastle ef Alan Pardew verður rekinn. (The Sun)

Mark Hughes, stjóri Stoke, segist ekkert hafa heyrt frá Harry Redknapp stjóra QPR varðandi kaup á Peter Crouch (33). (Daily Mail)

Dele Alli (18), leikmaður MK Dons, segist stefna á að spila í ensku úrvalsdeildinni eftir góða frammistöðu gegn Manchester United á dögunum. Liverpool og FC Bayern hafa áhuga á Alli. (Daily Telegraph)

Liverpool og Arsenal eru að undirbúa tilboð í Isco (22) leikmann Real Madrid. (Daily Express)

Arsenal ætlar líka að reyna að fá Edinson Cavani frá PSG í janúar. (Daily Express)

Neil Lennon hefur áhuga á að taka við Cardiff eftir að Ole Gunnar Solskjær fékk að taka pokann sinn í gær. (The Times)

Lennon er einnig ofarlega á blaði hjá Fulham eftir að Felix Magath var rekinn í gær. Tim Sherwood, fyrrum stjóri Tottenham, kemur líka til greina hjá Fulham. (The Sun)

Paul Hartley, Steve Clarke og Chris Hughton eru einnig orðaðir við Cardiff. (Guardian)

Angel Di Maria segist vera þakklátur Louis van Gaal fyrir að gefa sér tækifæri hjá Manchester United. (Daily Express)

Paul Lambert, stjóri Aston Villa, vill gera nýja samninga við Fabian Delph (24) og Ron Vlaar (29). (Daily Mirror)

Alan Pardew hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann hafi misst ástríðuna fyrir starfinu hjá Newcastle. (Chronicle)

Harry Redknapp, stjóri QPR, hefur skipað Adel Taarabt (25) að létta sig ef hann vill spila í ensku úrvalsdeildinni. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner