Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. september 2014 08:30
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Ungverjalands rekinn
Attila Pinter er atvinnulaus.
Attila Pinter er atvinnulaus.
Mynd: Getty Images
Ungverska knattspyrnusambandið hefur rekið Attila Pinter úr starfi landsliðsþjálfara eftir niðurlægjandi 1-2 tap á heimavelli gegn Norður-Írlandi.

Þetta var fyrsti leikur Ungverjalands í undankeppni EM en Pinter var í starfi í átta mánuði.

Pinter stýrði liðinu í fimm leikjum, vann tvo, gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur leikjum.

Pal Dardai, fyrrum leikmaður Ungverjalands og Herthu Berlín, hefur verið ráðinn til að stýra landsliðinu í þeim þremur leikjum sem það á eftir á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner