Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. september 2014 12:25
Elvar Geir Magnússon
Víkingar óska eftir því að rauða spjaldið verði fellt niður
Lykilmaður Víkings í tveggja leikja bann í kjölfar dómaramistaka
Alan Lowing, varnarmaður Víkings.
Alan Lowing, varnarmaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er í baráttu um Evrópusæti í Pepsi-deildinni þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Liðið er í fjórða sæti sem gefur þátttökurétt í Evrópu en fimm stigum fyrir aftan er lið Vals.

Víkingar urðu fyrir áfalli í gær þegar Alan Lowing, einn besti miðvörður deildarinnar í sumar, fékk beint rautt spjald í tapi gegn Stjörnunni.

Í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gær mátti sjá að Heiðar Ægisson, leikmaður Stjörnunnar, var rangstæður í aðdraganda rauða spjaldsins. Sigurður Óli Þórleifsson aðstoðardómari gerði mistök og Lowing braut á Heiðari sem var að komast í upplagt marktækifæri.

Heiðar var rangstæður við miðlínuna en eins og (vonandi) flestir fótboltaáhugamenn vita geta menn ekki verið rangstæðir á eigin vallarhelmingi. Hann var samt klárlega kominn inn á hinn vallarhelminginn þegar sendingin kom og átti að flagga rangstöðu.

Þetta var önnur brottvísun Lowing í sumar og hann er því í banni þegar Víkingur mætir Breiðabliki á sunnudag og fær KR í heimsókn í næstsíðustu umferð. Auk þess meiddist búlgarski varnarmaðurinn Iliyan Garov í gær og óvíst er með þátttöku hans á lokasprettinum.

„Það er mikið áfall að missa Lowing í tveggja leikja bann og það var sem salt í sárið þegar í ljós kom að í aðdraganda brotsins var leikmaður Stjörnunnnar rangstæður. Við munum skila greinargerð til KSÍ um þetta mál í dag og óska eftir því að rauða spjaldið verði fellt niður. Það gengur ekki að svona augljós mistök aðstoðardómara geti haft þetta miklar afleiðingar,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner