Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. september 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Wenger: Ósanngjarnt að gagnrýna Özil
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Mesut Özil hafi fengið ósanngjarna gagnrýni að undanförnu.

Özil, sem er dýrasti leikmaðurinn í sögu Arsenal, hefur ekki verið svipur á sjón í byrjun tímabils.

,,Gagnrýnin er ósanngjörn því að HM var í sumar. Það tekur nokkra mánuði fyrir leikmenn að komast aftur í sitt besta form," sagði Wenger.

,,Af hverju ætti hann að vera fórnarlamb? Fyrir hvað? Við höfum einungis tapað einum leik síðan 1. apríl. Verum raunsæ."

,,Stuðningsmenn verða að vera þolinmóðir. Þú vilt það besta frá leikmönnum í hverjum leik en menn þurfa að standa saman og ganga í gengum erfiðu tímana."

Athugasemdir
banner
banner