Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mán 19. september 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
Mörg félög sýna Kristni Frey áhuga
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í dag greindi Morgunblaðið frá því að útsendari frá norska félaginu Haugasund hafi fylgst með Kristni Freyr Sigurðssyni í leik Vals og FH í gær.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net voru fleiri félög af Norðurlöndunum með útsendara á vellinum í gær til að fylgjast með Kristni.

Sænsku félögin IFK Gautaborg, Jönkpöping og GIF Sundsvall hafa fylgst með Kristni undanfarnar vikur sem og norsku félögin Brann og Odd Grenland og Esbjerg í Danmörku.

Kristinn Freyr hefur verið magnaður með Val í sumar og þá sérstaklega í síðari umferðinni.

Hann skoraði úr vítaspyrnu gegn FH í gær og er nú næstmarkahæstur í Pepsi-deildinni með þrettán mörk.

Hinn 24 ára gamli Kristinn verður samningslaus eftir tímabilið en draumur hans er að komast út í atvinnumennsku.

Sjá einnig:
Kristinn í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net í lok ágúst
Athugasemdir
banner
banner
banner