þri 19. september 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum þjálfari Neymar: Unai Emery er banani
Unai Emery er ekki vinsæll hjá öllum.
Unai Emery er ekki vinsæll hjá öllum.
Mynd: Getty Images
Muricy Ramalho, fyrrum þjálfari Neymar hjá Santos, hefur sterkar skoðanir. Hann er alls ekki hrifinn af Unai Emery, stjóra Paris Saint-Germain, og lætur hann heyra það í nýlegu viðtali.

Atvik sem átti sér stað í leik PSG og Lyon um helgina hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli, en þá reifst Neymar við liðsfélaga sinn, Edinson Cavani, um vítaspyrnu. Neymar vildi taka vítaspyrnuna, en það var Cavani sem tók hana á endanum.

Ramalho kennir Emery alfarið um það sem gerðist.

„Það vantar upp á skipulagið hjá liðinu og þjálfaranum. Það sem gerðist er Emery að kenna," sagði Ramalho við SporTV.

„Ég reyni alltaf að verja þjálfara, en hann er sekur. Þetta er klúður. Það á að vera skýrt hver tekur hornspyrnur og aukaspyrnur, þetta á allt að vera klárt. Þetta er klúður þjálfarans."

„Ég er ekki á móti þjálfurum frá Evrópu, en þessi á ekki að vera þjálfa leikmenn eins og Neymar. Hann er banani."

„Hann á að fara aftur til Sevilla, hann á ekki að vera hjá PSG."

Sjá einnig:
Dugarry lætur Neymar heyra það - „Finn til með Cavani"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner