Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 19. október 2014 11:37
Grímur Már Þórólfsson
Byrjunarlið QPR og Liverpool. QPR aftur komið í 3-5-2
Emre Can er í byrjunarliðinu
Emre Can er í byrjunarliðinu
Mynd: Getty Images
Byrjunarliðin í leik QPR - Liverpool eru mætt í hús. Leikurinn hefst klukkan 12:30.

Þó nokkrar breytingar eru á liðunum. Harry Redknapp er aftur kominn í 3-5-2. Rio Ferdinand fer á bekkinn en þeir Dunne, Caulker og Onuoha byrja þrír aftastir. Þá er suður kóreumaðurinn Suk-Young í vinstri vængbakverðinum. Þeir Austin og Zamora byrja svo fremstir. Þá byrjar Alex McCarthy í markinu.

Í liði Liverpool eru þeir Johnson og Enrique í bakvörðunum. Moreno er ekki einu sinni á bekknum og því spurning hvort hann sé meiddur. Emre Can byrjar svo inn á miðjunni ásamt þeim Henderson og Gerrard. Coutinho byrjar svo á bekknum en Balotelli er fremstur með þá Lallana og Sterling með sér á köntunum.

QPR: McCarthy, Isla, Onuoha, Caulker, Dunne, Suk-Young, Sandro, Fer, Henry, Austin, Zamora.

Bekkur: Murphy, Ferdinand, Traore, Phillips, Kranjcar, Hoilett, Vargas.

Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Lovren, Enrique, Can, Henderson, Gerrard, Lallana, Sterling, Balotelli.

Bekkur: Jones, Manquillo, Toure, Allen, Coutinho, Markovic, Lambert.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner