Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. október 2014 17:11
Alexander Freyr Tamimi
England: Stoke kom til baka og vann Swansea
Walter fagnar sigurmarki sínu gegn Swansea.
Walter fagnar sigurmarki sínu gegn Swansea.
Mynd: Getty Images
Stoke City 2 - 1 Swansea
0-1 Wilfried Bony ('34 , víti)
1-1 Charlie Adam ('43 , víti)
2-1 Jonathan Walters ('76 )

Stoke City kom í dag til baka og vann 2-1 sigur gegn Swansea eftir að hafa lent undir þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni.

Wilfried Bony kom gestunum í Swansea yfir á 34. mínútu úr vítaspyrnu, en Ryan Shawcross hafði brotið á framherjanum inni í teig.

Stoke fékk hins vegar líka vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé og úr henni skoraði Charlie Adam.

Jonathan Walters tryggði svo Stoke sigurinn þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Swansea og spilaði fyrstu 85 mínúturnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner