Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. október 2014 14:32
Grímur Már Þórólfsson
England: Tvö sjálfsmörk tryggðu Liverpool ótrúlegan sigur
Dunne að setja boltann í eigið net
Dunne að setja boltann í eigið net
Mynd: Getty Images
Vargas að jafna metin í 1-1
Vargas að jafna metin í 1-1
Mynd: Getty Images
Þetta ætlar ekki að ganga hjá Harry Redknapp
Þetta ætlar ekki að ganga hjá Harry Redknapp
Mynd: Getty Images
QPR 2 - 3 Liverpool
0-1 Richard Dunne ('68 , sjálfsmark)
1-1 Eduardo Vargas ('87 )
2-1 Eduardo Vargas ('90 )
2-2 Philippe Coutinho ('90 )
2-3 Steven Caulker (´90 sjálfsmark)

LIverpool sigraði QPR 3-2 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag í ótrúlegum fótboltaleik. Þrjú mörk voru skoruð í viðbótartíma en QPR skoraði tvö sjálfsmörk og tapaði á endanum á dramatískan hátt.

QPR var töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og Liverpool mega teljast heppnir að hafa farið inn í hálfleikinn með stöðuna 0-0.

Þeir áttu hættulegt færi strax á 8. mínútu þegar Charlie Austin slapp í gegn. Mignolet varði þó frá honum og Austin setti frákastið svo í hliðarnetið. Þeir fengu svo aftur dauðafæri á 27. mínútu þegar boltinn barst á Leroy Fer inn í teig sem setti hann rétt framhjá markinu.

Þeir fengu svo aftur dauðafæri á 33. mínútu þegar þeir áttu skalla í slánna og eftir það tókst Liverpool að bjarga á einhvern ótrúlegan hátt með ævintýralegri tæklingu Glen Johnson rétt fyrir framan markið.

Liverpool áttu erfitt með að skapa sér færi og áttu ekki eina marktilraun eftir 30 mínútur. Steven Gerrard var þó nálægt því að koma Liverpool yfir á 44. mínútu með skoti rétt framhjá.

í síðari hálfleik hélt þetta áfram og strax á 47. mínútu átti Sandro gott skot sem Mignolet varði í horn. Sandro fór svo meiddur útaf á 60. mínútu en inná fyrir hann kom Armand Traore.

Balotelli fékk svo dauðafæri á 61. mínútu. McCarthy varði skot Lallana en frákastið datt fyrir Balotelli sem setti boltann yfir fyrir opnu marki.

Liverpool fékk svo aukaspyrnu 67. mínútu. Hún var tekin fljótt og boltinn sendur fyrir markið og var þar Richard Dunne sem setti boltann snyrtilega í eigið net.

QPR fengu svo færi til að jafna metin en skalli Armand Traore var varinn af Mignolet á 84. mínútu. Tveimur mínútum síðan kom verðskuldað jöfnunarmark. Varamaðurinn Eduardo Vargas átti utanfótarkross inn í teig á Charlie Austin sem skallaði boltann fyrir markið. Þar var Vargas mættur og setti boltann í netið.

Coutinho kom Liverpool svo aftur yfir. En Vargas var aftur á ferðinni og skallaði inn hornspyrnu. Staðan því 2-2.

Á síðustu mínútu í uppbótartíma keyrðu Liverpool í skyndisókn. Sterling senti boltann fyrir og aftur skoruðu liðsmenn QPR sjálfsmark, í þetta skiptið var það Steven Caulker. Niðurstaðan því 3-2 sigur Liverpool.

Lukka Redknapp og QPR er bara ekki til staðar því þeir áttu miklu fleiri færi í leiknum og áttu svo sannarlega að fá eitthvað úr þessum leik. Liverpool taka 3 stig úr leiknum og innkoma Coutinho svo sannarlega breytti leiknum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner