Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. október 2014 11:10
Grímur Már Þórólfsson
Framtíð Sterling enn til umræðu - Brozovic til Arsenal?
Powerade
Framtíð Sterling er enn og aftur til umræðu
Framtíð Sterling er enn og aftur til umræðu
Mynd: Getty Images
Er Brozovic lausnin fyrir Arsenal?
Er Brozovic lausnin fyrir Arsenal?
Mynd: Getty Images
Tyrone Mings er orðaður við Arsenal
Tyrone Mings er orðaður við Arsenal
Mynd: Getty Images
Gleðilegan sunnudag. Það er komið að daglegum slúðurpakka. Að vanda er það BBC sem tók saman það helsta sem er í gangi í ensku slúðurblöðunum.




Raheem Sterling, leikmaður Liverpool, er við það að gera nýjan samning við Liverpool sem færir honum 100 þúsund pund á viku. Á það að fæla áhuga Real Madrid frá. (Sunday Mirror)

Hins vegar segir Carlo Ancelotti að Real Madrid þurfi ekki Sterling þar sem félagið hafi nú marga af efnilegustu leikmönnum Evrópu. (Sun on Sunday)

Real Madrid er þó að íhuga að gera tilboð í Adnan Januzaj í janúar og eru þeir spænsku tilbúnir til að borga 23 milljónir evra fyrir leikmanninn. (Caughtoffside.com)

Þá gæti Newcastle boðið Andy Carroll að koma aftur til félagsins í janúar en hann mun vera til sölu hjá West Ham. (Daily Star)

Newcastle vill rifta lánssamningnum hjá varnarmanninum Jamaal Lascelles í janúar. Leikmaðurinn var keyptur frá Nottingham Forest í sumar en lánaður aftur til félagsins. Newcastle er að fá allt of mikið af mörkum á sig og því vilja þeir fá Lascelles strax til baka í janúar. (Sunday Express)

Arsenal er í viðræðum um miðjumanninn Marcelo Brozovic. Hann er 21 árs og leikur með Dinamo Zagreb en kaupverðið yrði um 6,4 milljónir punda. (Mail on Sunday)

Þá er Arsenal að fylgjast með Tyrone Mings, varnarmanni Ipswich. Hann er 21 árs og var að spila í utandeildinni fyrir tveimur árum. (Sunday Express)

Danny Ings, framherji Burnley, er tilbúinn til að fara frítt frá félaginu í sumar en þá rennur samningur hans út. Lið á borð við; Newcastle, Stoke og Aston Villa eru öll talin áhugasöm um kappann. (Mail on Sunday)

Glen Johnson, bakvörður Liverpool, er tilbúinn til að fara erlendis eftir að hafa neitað eins árs framlengingu á samning sínum við félagið. Hann yrði þó líklegast að taka á sig launalækkun þar sem hann er með 120 þúsund pund á viku hjá Liverpool. (Sunday Mirror)

Christian Eriksen, miðjumaður Tottenham, vill hefja samningsviðræður við Tottenham þar sem hann er tilbúinn til að skuldbinda sig við félagið enn frekar. (Sunday Mirror)
Athugasemdir
banner
banner