Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. október 2014 14:30
Elvar Geir Magnússon
Gylfi að sjálfsögðu í byrjunarliði Swansea
Mynd: Getty Images
Klukkan 15:00 hefst leikur Stoke City og Swansea í ensku úrvalsdeildinni en fyrir leikinn er Stoke í 15. sæti en Swansea í því áttunda.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið á eldi í upphafi tímabils, bæði með Swansea og íslenska landsliðinu, og er auðvitað í byrjunarliði velska liðsins í dag.

Mame Biram Diouf og Victor Moses eru búnir að jafna sig af meiðslum og eru báðir í byrjunarliði Stoke. Robert Huth er fjarri góðu gamni líkt og Glenn Whelan og Marko Arnautovic.

Angel Rangel er kominn úr banni hjá Swansea en Jonjo Shelvey tekur hinsvegar út leikbann í dag.

Byrjunarlið Stoke: Begovic; Bardsley, Shawcross, Wilson, Pieters; Nzonzi, Adam, Diouf, Ireland, Moses; Crouch.

Byrjunarlið Swansea: Fabianski; Rangel, Fernandez, Williams, Taylor; Carroll, Ki, Gylfi Sigurðsson; Dyer, Routledge, Bony.
Athugasemdir
banner
banner