Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. október 2014 21:30
Alexander Freyr Tamimi
Hughes ekki sáttur með ummæli Garry Monk
Mark Hughes fannst ummæli Garry Monk óviðeigandi.
Mark Hughes fannst ummæli Garry Monk óviðeigandi.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes, stjóri Stoke, segir að það hafi verið afar dónalegt hjá kollega sínum Garry Monk að kalla einn leikmanna sinna svindlara.

Monk var brjálaður eftir 2-1 tap Swansea gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag og var sérstaklega ósáttur með vítaspyrnu sem Stoke fékk undir lok fyrri hálfleiks. Sagði hann Victor Moses hafa svindlað til að ná vítaspyrnunni.

,,Ég heyrði hann kalla einn leikmanna minna svindlara, sem mér þykir algerlega óásættanlegt," sagði Hughes við Sky Sports.

,,Hann er augljóslega reiður. Við þurfum að mæta hingað 20 mínútum eftir leik og ræða hvað gerðist, og stundum þarf maður að draga djúpt andann. Kannski kemur það hjá honum með reynslunni."

Athugasemdir
banner
banner