sun 19. október 2014 15:15
Grímur Már Þórólfsson
Ítalía: Hörður fiskaði víti í tapi Cesena
Hörður fiskaði víti í dag
Hörður fiskaði víti í dag
Mynd: Alberto Andreani
Honda skoraði tvö í dag
Honda skoraði tvö í dag
Mynd: Getty Images
Fimm leikjum var að ljúka í Seria A og voru tveir íslendingar í eldlínunni.

Hellas Verona tók á móti AC Milan. Emil Hallfreðsson var að sjálfsögðu í byrjunarliði Verona og spilaði allan leikinn. AC Milan komust þó í 3-0 með sjálfsmarki hjá Raphael Marquez og tveimur mörkum frá Keisuke Honda. Verona tókst að minnka muninn en lokastaðan 3-1 útsigur AC Milan.

Palermo fékk svo Cesena í heimsókn. Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Cesena. Palermo komst yfir á 33. mínútu með marki Dybala. Á 61. mínútu dró svo til tíðinda þegar brotið var á Herði í vítateig Palermo. Alejandro Rodriguez fór á punktinn og jafnaði metin. Það var þó Giancarlo Gonzales sem tryggði Palermo sigurinn á 90. mínútu. Einhverjir muna eftir honum með landsliði Costa Rica á HM í sumar.

Quagliarella tryggði Torino svo 1-0 sigur á Udinese og sömuleiðis tryggði Richmond Boakye Atalanta 1-0 sigur á Parma.

Atalanta 1 - 0 Parma
1-0 Richmond Boakye ('90 )

Cagliari 2 - 2 Sampdoria
0-1 Manolo Gabbiadini ('28 )
0-2 Pedro Obiang ('39 )
1-2 Danilo Avelar ('59 , víti)
2-2 Marco Sau ('77 )
Rautt spjald:Fabrizio Cacciatore, Sampdoria ('58)

Verona 1 - 3 Milan
0-1 Rafael Marques ('21 , sjálfsmark)
0-2 Keisuke Honda ('27 )
0-3 Keisuke Honda ('56 )
1-3 Nicolas Lopez ('87 )
Rautt spjald:Rafael Marquez, Verona ('90)

Palermo 2 - 1 Cesena
1-0 Paulo Dybala ('33 )
1-1 Alejandro Rodriguez ('61 , víti)
2-1 Giancarlo Gonzalez ('90 )
Rautt spjald:Manuel Coppola, Cesena ('79)

Torino 1 - 0 Udinese
1-0 Fabio Quagliarella ('62 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner