Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   sun 19. október 2014 20:33
Alexander Freyr Tamimi
Ítalía: Inter og Napoli skildu jöfn
Inter náði stigi gegn Napoli.
Inter náði stigi gegn Napoli.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Inter 2 - 2 Napoli
0-1 Jose Callejon ('79 )
1-1 Fredy Guarin ('82 )
1-2 Jose Callejon ('90 )
2-2 Hernanes ('90 )

Inter og Napoli skildu jöfn þegar þau mættust í Seríu A í kvöld, en lokakafli leiksins var ótrúlegur.

Jose Callejon hélt að hann væri að tryggja Napoli góðan útisigur þegar hann kom gestunum yfir á 79. mínútu.

Þó var ekki svo, því Fredy Guardin jafnaði metin fyrir heimamenn í Inter einungis þremur mínútum síðar.

Callejon skoraði hins vegar á ný á lokamínútu leiksins og hélt í þetta skiptið svo sannarlega að sigurinn væri í höfn. En allt kom fyrir ekki, Hernanes jafnaði metin fyrir Inter örskömmu síðar og lokatölur 2-2.

Inter fór eftir leikinn upp í 9. sæti deildarinnar en Napoli upp í það sjöunda.
Athugasemdir
banner
banner
banner