sun 19. október 2014 17:25
Alexander Freyr Tamimi
Rodgers ver Balotelli: „Enginn fyllir skarð Suarez“
Balotelli á erfitt uppdráttar hjá Liverpool.
Balotelli á erfitt uppdráttar hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, kom framherjanum Mario Balotelli til varnar eftir að Ítalanum mistókst enn og aftur að skora í 3-2 sigri liðsins gegn Queens Park Rangers í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Rodgers segir að Balotelli hafi aldrei átt að koma til með að fylla upp í skarð Luis Suarez, sem fór til Barcelona í sumar fyrir tæpar 90 milljónir evra.

Ítalski framherjinn hefur enn ekki skorað í deildinni og klúðraði algeru dauðafæri og nokkrum ágætum færum gegn QPR.

,,Þetta mun detta fyrir strákinn," sagði Rodgers við blaðamenn.

,,Það mikilvægasta að mínu mati er vinnusemi hans. Hann er að leggja gríðarlega hart að sér, og þetta mun detta fyrir hann."

,,Menn líta á hann sem beinan staðgengil fyrir Luis Suarez. Ég hef sagt það áður að enginn getur komið í stað Luis, hann er virkilegur heimsklassa leikmaður."

,,Það er ekki það sem við erum að ætlast til af Mario. Hann er frábær strákur og ég hef notið þess að vinna með honum. Hann vill verða betri. Hann er allt annar leikmaður en Suarez."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner