Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 19. október 2014 16:31
Magnús Már Einarsson
Siggi Raggi ekki í viðræðum við Fram
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson segist ekki hafa átt í viðræðum um að taka við Fram.

Bjarni Guðjónsson hætti sem þjálfari Fram á föstudaginn og Sigurður Ragnar er einn af þeim sem hefur verið orðaður við starfið.

Sigurður Ragnar er staddur í Bandaríkjunum en hann neitaði að hafa átt í viðræðum við Fram í samtali við Fótbolta.net í dag.

Sigurður Ragnar er án félags eftir að hann hætti hjá ÍBV á dögunum. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort hann hefði átt í viðræðum við önnur félög en hann hefur meðal annars verið orðaður við Gróttu.

Aðalsteinn Aðalsteinsson var orðaður við Fram eftir að fréttirnar af brotthvarfi Bjarna bárust á föstudaginn en Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar, neitaði þá að viðræður hefðu átt sér stað við hann.

Aðalsteinn er 52 ára gamall en hann var yfirþjálfari yngri flokka hjá Fram í sumar og annar af þjálfurum 2. flokks karla.
Athugasemdir
banner
banner
banner