Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 19. október 2017 17:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Babett Peter: Sara Björk verður frábær en það mun ekki duga
Mynd: Fótbolti.net - Mist Rúnarsdóttir
Þýska landsliðskonan Babett Peter segist eiga von á að Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði Íslands muni gera frábæra hluti þegar þjóðirnar mætast í undankeppni HM 2019 á morgun, en það muni samt ekki duga til.

Peter sem er gríðarlega reynslumikil hefur spilað 113 leiki fyrir Þýskaland. Hún er liðsfélagi Söru Bjarkar hjá Wolfsburg í Þýskalandi.

„Við þekkjumst mjög vel og ég á von á mikilli baráttu við hana því hún er líkamlega sterk," sagði Peter á fréttamannafundi í dag.

„Hún er líka mjög einbeitt og drífur liðið sitt alltaf áfram. Hún mun gera frábæra hluti fyrir íslenska liðið en ég held að það muni ekki duga," bætti hún við.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma, 16:00 að þýskum en frídagur er í Þýskalandi á morgun. Hægt verður að sjá leikinn í beinni útsendingu á RÚV.
Athugasemdir
banner