Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. október 2017 14:02
Elvar Geir Magnússon
Brynjar Björn: Kominn tími á að prófa að vera aðalþjálfari
Brynjar er tekinn við HK í Kópavogi.
Brynjar er tekinn við HK í Kópavogi.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Brynjar hefur verið aðstoðarþjálfari Rúnars Páls undanfarin ár.
Brynjar hefur verið aðstoðarþjálfari Rúnars Páls undanfarin ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar þetta bauðst fannst mér vera kominn tímapunktur á að prófa að vera aðalþjálfari. Ég er búinn að vera í fjögur ár hjá Stjörnunni og það var kominn tími á að taka þetta skref, ef maður ætlar að vera í þessu af einhverju viti verður maður að gera það," segir Brynjar Björn Gunnarsson, sem var í gær ráðinn þjálfari HK.

HK endaði í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar í sumar en Jóhannes Karl Guðjónsson lét af störfum sem þjálfari

„Það gekk vel, sérstaklega seinni hluta móts. Við stefnum á að halda kjarna leikmannahópsins. Það eru einhverjir lánsmenn farnir aftur til sinna liða og við ætlum að skoða hópinn fyrir áramót og hvað við getum gert í honum til að bæta hann."

Brynjar hefur síðustu ár verið aðstoðarmaður Rúnars Páls Sigmundssonar hjá Stjörnunni. Eru ekki líkur á því að hann nái í einhverja stráka úr Garðabænum?

„Það er aldrei vita. Það er ekki ljóst samt. Ég þarf að kynnast hópnum og hópurinn þarf að kynnast mér. Upp úr áramótum getum við íhugað hverjum við viljum bæta við hópinn og hvaðan þeir koma," segir Brynjar.

„Í yngstu flokkunum eru ekkert færri iðkendur hjá HK en hjá Blikum eða Stjörnunni. Það hafa komið upp góðir og efnilegir leikmenn sem hefur ekki náðst að halda. Markmiðið er að búa til svið fyrir þessa leikmenn til að missa þá ekki annað. Þetta snýst um samspil þess að hafa unga og efnilega leikmenn í bland við eldri og reyndari."

Miðað við árangur HK í sumar. Hvað er raunhæft að stefna á?

„Það væri gott að vera á þessum slóðum sem liðið var í þetta sumar. Gefa sér færi á að berjast mögulega um að vera í efstu tveimur sætunum. Markmiðið er að verða í efri hlutanum og eiga möguleika að vera í færi við efstu sætin ef vel gengur," segir Brynjar Björn.
Athugasemdir
banner
banner
banner