Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   fim 19. október 2017 15:59
Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergs: Væri til í að sjá Stevie Wonder á nýjum Laugardalsvelli
Frá fréttamannafundinum í dag.
Frá fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ kynnti í dag hugmyndir að nýjum Laugardalsvelli á fréttamannafundi í höfuðsstöðvum sambandsins. Við sama tilefni var tilkynnt að bæði ríki og borg hafi fundað í sitthvoru lagi í morgun og samþykkt að stofna starfsshóp með það markmið að byggja nýjan leikvang á Laugardalsvelli.

„Það er þvílík stemmning á vellinum alveg eins og þegar við tryggðum okkur sæti á HM," sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ við Fótbolta.net á fréttamannafundinum í dag.

„Það eru bjartir tímar, við erum að fá verulegan stuðning frá stjórnmálunum að það sé nauðsynlegt að endurbyggja Laugardalsvöll. Við höfum átt mjög gott samstarf með ríkisstjórninni og Reykjavíkurborg," hélt Guðni áfram.

Guðni kynnti á fréttamannafundinum tvær tillögur að nýjum leikvangi, aðra sem kostar 5 milljarða og er með stúku allan hringinn, aðra sem er með stúku allan hringinn og þaki yfir leikvanginn sem kostar 8 milljarða.

„Okkur finnst dýrari útgáfan vera skynsamlegri. Það býður upp á meira og við getum verið öruggir með leikdagana í mars og nóvember. Auk þess getum við boðið upp á margt annað á vellinum og þrátt fyrir að þetta sé dýrari kostur þá er hann skynsamlegri og ég vona að það verði ofan á. Mér heyrist fólk hallast frekar að þeim valkosti."

Guðni sagði að það myndi taka tvö ár að byggja völlinn og ef ákvörðun væri tekin á næsta ári væri verið að horfa á að í byrjun ársins 2020 væri raunhæft að spila fyrsta heimaleikinn.

„Planið er að völlurinn tæki 20 þúsund manns en það snýst að því að það er nauðsynlegt að leikvangurinn geti hýst 25 þúsund manna tónleika sem gerir þá að verkum að við getum verið með stærstu tónleikaatriðin sem fara um Evrópu og víðar hérna,"

Margar stórhljómsveitir hafa aldrei komið til Íslands enda ekki aðstæður til að taka þær allra stærstu hingað, margir horfa til Guns N'Roses, U2 og Rolling Stones en hvað myndi Guðni vilja sjá?

„Ég væri til í að sjá Stevie Wonder," sagði Guðni og bætti við að það væri aldrei spurning hvort hann gæti tekið 20 þúsund manns á völlinn.

Nánar er rætt við Guðna í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner