Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. október 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harry Winks: Sérstakt að mæta Modric
Harry Winks og Luka Modric í baráttu í gær.
Harry Winks og Luka Modric í baráttu í gær.
Mynd: Getty Images
Harry Winks, leikmaður Tottenham, segir að það hafi verið sérstök tilfinning að mæta átrúnaðargoði sínu.

Þegar hann var yngri, leit Winks mikið upp til Luka Modric.

Þegar Winks var 12 ára gamall gekk Modric í raðir Tottenham. Modric var magnaður hjá Totteham og fékk félagaskipti yfir til Real Madrid þar sem hann hefur sýnt það og sannað að hann er einn besti miðjumaður heims og einn besti miðjumaður sögunnar.

Sjá einnig:
Potturinn og pannan í liði Madrídinga

Winks spilaði með hjá Tottenham gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudag. Hann barðist við hetju sína í leiknum.

„Þegar ég var að koma upp í gegnum akademíuna var Modric leikmaður sem ég fylgdist alltaf með. Ég dáist enn að honum í dag. Það var sérstakt að spila gegn honum."
Athugasemdir
banner
banner