Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. október 2017 16:05
Elvar Geir Magnússon
Hlustaðu á nýjasta leikmann KR í eftirhermukeppni við Hjörvar Hafliða
Björgvin og Hjörvar.
Björgvin og Hjörvar.
Mynd: Samsett - Fótbolti.net
Í Brennslunni á FM 95,7 í morgun var skemmtileg eftirhermukeppni þar sem Björgvin og Stefnir Stefánssynir kepptu gegn Hjörvari Hafliðasyni í eftirhermukeppni.

Björgvin var kynntur sem nýr leikmaður KR í dag en Stefnir er fréttaritari hér á Fótbolta.net.

Eftir að Björgvin skrifaði undir samning við KR í dag var hann spurður út í frammistöðuna í keppninni.

„Mér gekk ömurlega. Ég er alls ekki góð eftirherma. Ég held að Hjörvar hafi fengið mig til að nota mig sem fallbyssufóður. En þetta var gaman," sagði Björgvin.

Hann segir að fyrirfram hafi hann talið sig bestan í að herma eftir Milos Milojevic, fyrrum þjálfara Breiðabliks og Víkings R. - Hlustaðu í spilaranum hér að neðan.



Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka
Bjöggi Stefáns: Þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Rúnar Kristins: Björgvin getur skorað í Pepsi
Óskar Örn: Okkar að fá fólk á völlinn
Athugasemdir
banner
banner
banner