Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. október 2017 13:47
Elvar Geir Magnússon
HM treyju Íslands lekið á netið?
Mynd: treyja
Vefsíðan footyheadlines.com hefur birt teikningu af íslenskum landsliðsbúningi.

Sagt er að um sé að ræða teikningu af HM treyju Íslands 2018 og að henni hafi verið lekið á netið.

Talið er að teikningin sé í það minnsta hugmynd að lokaútgáfunni.

Ítalska fyrirtækið Errea hannar treyju Íslands og á þessari mynd sem birt er á netinu má sjá að þjóðfáni okkar er áberandi í hönnuninni og einnig má sjá víking á vinstri treyjunnar.

Fyrr í þessum mánuði staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, að Ísland myndi fara í nýjar treyjur f yrir HM.

„Við erum nýlega búin að funda með Erra varðandi framhaldið á þessu," sagði Klara við Fótbolta.net.

„Við erum með það í ferli hvaða leiðir við ætlum að fara í nýja hönnun og nýtt útlit þannig að allir verði sáttir og ánægðir, hvernig sem það á að gerast," sagði Klara og hló.

Klara bætti við að ekki sé einungis um að ræða nýja búninga heldur allan fatnað sem tengist landsliðinu.

Uppfært:
14:05 Samkvæmt upplýsingum frá Errea er ekki búið að hanna nýja landsliðstreyju svo þessi treyja sem lekið var á netið er ekki HM treyja Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner