Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. október 2017 10:39
Elvar Geir Magnússon
Man Utd kom heim í nótt - Rashford og Bailly tæpir fyrir næsta leik
Rashford fór af velli í gær.
Rashford fór af velli í gær.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford og Eric Bailly eru tæpir fyrir útileik Manchester United gegn Huddersfield á laugardaginn.

Rashford skoraði sigurmarkið gegn Benfica í Meistaradeildinni í gær en fór af velli vegna meiðsla í hné að því virtist. Jose Mourinho, stjóri United, sagði að Rashford hefði bara fengið krampa og ætti að vera klár í næsta leik.

Miðvörðurinn Bailly ferðaðist ekki til Portúgal en hann kom meiddur úr landsliðsverkefni með Fílabeinsströndinni.

Þá hefur Phil Jones verið að glíma við smávægileg meiðsli og var á bekknum gegn Benfica á meðan Chris Smalling og Victor Lindelöf léku í miðverðinum.

Michael Carrick, Marouane Fellaini, Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic eru áfram á meiðslalistanum en Mourinho kvartar ekki.

„Aðrir stjórar væla og væla. Ég væli ekki, ég reyni að sýna þeim sem eru til staðar traustið," segir Mourinho.

Sigurinn gegn Benfica gerir það að verkum að United er nánast komið með annan fótinn upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni. Strax eftir leik flaug United heim og lenti á flugvellinum í Manchester klukkan 2 í nótt að staðartíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner