Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 19. október 2017 17:09
Hafliði Breiðfjörð
Marjani Hing Glover í FH (Staðfest)
Marjani við undirskriftina.
Marjani við undirskriftina.
Mynd: FH
Marjani Hing Glover skrifaði í dag undir tveggja ára samning við FH og mun því leika með liðinu á næsta keppnistímabili.

Marjani er framherji sem spilaði með Haukum á síðasta keppnistímabili.

Þar áður lék hún með Fylki og Grindavík hér á landi.

Í fyrra lék hún 18 leiki í Pepsí deildinni og skoraði 7 mörk og var markahæsti leikmaður síns liðs. Samtals hefur hún leikið 62 leiki í meistaraflokki á Íslandi og skorað í þeim 32 mörk.

Orri Þórðarson, þjálfari FH, var ánægður með fréttir dagsins.

„Marjani er sterkur leikmaður með góðan leikskilning. Hún heldur boltanum vel, er markaskorari og hún mun styrkja liðið,“ sagði hann við vef FH.

Marjani var líka ánægð að lokinni undirskrift. „Það er gott að vera komin til liðs við FH og fá áfram tækifæri til þess að spila í Pepsí deildinni. Mér líst vel á umgjörðina og metnaðinn hjá FH og hlakka til að byrja að æfa og undirbúa mig fyrir næsta keppnistímabil," sagði hún við vef FH.

Marjani er búsett hér á landi og mun því koma strax til liðs við FH og vera með liðinu allt undirbúningstímabilið.
Athugasemdir
banner
banner