Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 19. október 2017 22:30
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Sara Björk um lykilmenn Þýskalands: Þarf að hafa augu á Popp
Sara Björk á æfingu í gær
Sara Björk á æfingu í gær
Mynd: Anna Þonn
„Þetta er náttúrulega gríðarlega sterkt lið og ég þekki til nokkurra þarna. Ég held það séu 5 leikmenn sem spila í Wolfsburg með mér sem eru í hópnum. Svo er ég náttúrulega að spila í deildinni og þekki aðeins til leikmanna. Þetta verður hörkuleikur,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem verður í eldlínunni gegn Þýskalandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins á morgun.

Sara Björk spilar með Wolfsburg í Þýskalandi og þekkir því vel til þýska boltans og stemmningarinnar í kringum þýska liðið. Hefur hún orðið vör við einhverja umræðu um leikinn í kringum sig?

„Nei, voða lítið. Ég held að þetta sé hálfgerður skyldusigur fyrir Þjóðverjana. Það er fínt fyrir okkur. Öll pressan er á þeim.“

Þýska liðið er talið sigurstranglegast í riðlinum en lenti í basli gegn Tékkum og þurftu sjálfsmark andstæðinganna til að tryggja 1-0 sigur. Gefur það íslenska liðinu von gegn knattspyrnurisanum?

„Það segir líka til um hvað Tékkarnir eru sterkir og báðir þessir leikir eru erfiðir og við þurfum virkilega að vera á tánum og eiga okkar bestu leiki,“ sagði Sara Björk.

Aðspurð um það hverja hún gæti nefnt sem lykilmenn Þýskalands nefndi hún liðsfélaga sinn hjá Wolfsburg.

„Ég myndi segja að einn af þeirra bestu leikmönnum væri Alexandra Popp. Það er leikmaður sem við þurfum að hafa augu á. Bæði í föstum leikatriðum og inni í teig.“

Popp hefur verið einn hættulegasti leikmaður Þjóðverja undanfarin ár og skorað 35 mörk í 80 leikjum. Hún missti af Evrópumótinu í sumar vegna meiðsla en Sara Björk segir hana komna í gott form á nýjan leik.

„Hún er búin að skora sex mörk í tveimur leikjum þannig að hún er komin í fínt form og við getum ekkert slakað á þó hún sé að koma úr meiðslum.“

Nánar er rætt við landsliðsfyrirliðann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner