Jesper Jensen, leikmaður ÍA, mun ekki leika með liðinu næsta sumar þar sem hann er með slitið krossband. Jensen lék með Stjörnunni í fyrra og sleit þá krossbönd í leik í ágúst.
Hann samdi við ÍA í júli síðastlðinum og lék fjóra leiki áður en hann meiddist aftur á hné gegn FH í 20. umferð.
Hann samdi við ÍA í júli síðastlðinum og lék fjóra leiki áður en hann meiddist aftur á hné gegn FH í 20. umferð.
,,Við fyrstu skoðun var talið að þetta væri ekkert alvarlegt en síðan er hann búinn að vera að drepast í hnénu. Fyrir nokkrum dögum fór hann í myndatöku og niðurstaðan er að hann er aftur með slitin krossbönd," sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA í samtali vð Fótbolta.net í dag.
Þórður segir ljóst að Skagamenn muni fá miðjumann til að fylla skarð Jesper.
,,Við þurfum að finna okkur öflugan miðjumann. Hann er drullugóður og við reiknuðum með honum næsta sumar en þetta þýðir að við þurfum að skoða markaðinn."
Gæti hætt í fótbolta:
Jesper skrifaði undir tveggja og háls árs samning við ÍA í sumar en endurskoðunarákvæði er í þeim samningi í desember. Líklegt er að Jesper verði leystur undan samningi hjá Skagamönnum.
,,Það er samningsatriði hjá okkur hvernig verður unnið úr því og það er líklegt að hann verði leystur undan samningi en það er ekki alveg búið að negla það."
,,Hann verður örugglega frá í 12-16 mánuði núna og hans fyrstu viðbrögð voru að hætta í fótbolta. Það er samt ekkert staðfest, það voru hans fyrstu viðbrögð því hann er eðlilega gríðarlega svekktur."
Finnski varnarmaðurinn Jan Mikael Berg hefur verið á reynslu hjá ÍA undanfarna daga en ekki er búið að ákveða hvort samið verði við hann.
,,Hann er búinn að vera á nokkrum æfingum og spilaði leik gegn Stjörnunni um helgina. Hann er búinn að standa sig vel," sagði Þórður.
Athugasemdir