Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. nóvember 2014 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Jedvaj falur fyrir 10 milljónir
Mynd: Getty Images
Hinn 18 ára gamli Tin Jedvaj er að gera góða hluti hjá Bayer Leverkusen þar sem hann er kominn í byrjunarliðið og búinn að skora tvö mörk á lánssamning frá Roma.

Króatíski varnarmaðurinn flutti til Rómar þegar hann var fenginn frá Dinamo Zagreb í júní 2013 en hefur aðeins spilað tvo deildarleiki frá komu sinni til Ítalíu.

Jedvaj skrifaði svo undir tveggja ára lánssamning við Leverkusen síðasta sumar og vill þýska félagið tryggja sér varnarmanninn sem fyrst, áður en áhugi vaknar hjá helstu liðum Evrópu.

Roma hefur sagt að varnarmaðurinn sé falur fyrir 10 milljónir evra, eða um 8 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner