Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 19. nóvember 2014 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Djemba-Djemba með fyrsta sjálfsmarkið
Djemba-Djemba í leik með Aston Villa
Djemba-Djemba í leik með Aston Villa
Mynd: Getty Images
Eric Djemba-Djemba, fyrrverandi leikmaður Manchester United, skoraði fyrsta sjálfsmark indversku Ofurdeildarinnar.

Ofurdeildin var stofnuð í fyrra og eru helstu stjörnurnar menn á borð við Robert Pires, Alessandro Del Piero og David Trezeguet.

Fyrsta tímabilið í sögu deildarinnar hófst í október og mun úrslitakeppninni ljúka í desember þar sem hvert tímabil er stutt enda aðeins átta lið sem taka þátt.

Hinn 33 ára gamli Djemba-Djemba leikur með Chennaiyin FC ásamt ítalska varnarmanninum Marco Materazzi, brasilíska miðjumanninum Elano og franska varnarmanninum Mikaël Silvestre.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner