Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. nóvember 2014 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Van Gaal finnst skrítið að vera tilnefndur sem besti þjálfari
Segir að Messi eða Ronaldo eigi ekki að vinna Gullknöttinn
Van Gaal náði þriðja sæti á HM með hollenska landsliðinu.
Van Gaal náði þriðja sæti á HM með hollenska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United, finnst að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eigi ekki að vinna Gullknöttinn í ár.

Tvímenningarnir hafa unnið Gullknöttinn síðan hann varð til árið 2010 en voru einnig valdir bestu leikmenn heims fyrir tíð Gullknattarins.

,,Ég held að Ronaldo eða Messi vinni en mér finnst mikilvægt að sigurvegarinn vinni eitthvað stórmót á árinu," sagði Van Gaal í viðtali við opinbera vefsíðu Rauðu djöflanna.

,,Besta stórmótið er HM þannig að mér finnst eins og Þjóðverji ætti að hljóta verðlaunin í ár."

Van Gaal hélt áfram og grínaðist með það að vera tilnefndur meðal bestu þjálfara ársins.

,,Ef þú lítur á gengi Manchester United á tímabilinu er ótrúlegt að sjá sjálfan sig á opinberum lista yfir bestu þjálfara ársins."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner