Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. desember 2014 14:00
Elvar Geir Magnússon
Sex vikur í Rodriguez - Leitað í unglingastarfið
Bakslag hefur komið í endurhæfingu Jay Rodriguez.
Bakslag hefur komið í endurhæfingu Jay Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Southampton, reiknar með því að hnémeiðsli haldi Jay Rodriguez á hliðarlínunni í sex vikur í viðbót að minnsta kosti.

Þessi 25 ára leikmaður meiddist í leik gegn Manchester City í apríl og lagðist undir hnífinn.

Endurkoman hefur ekki gengið að óskum og snýr leikmaðurinn ekki aftur fyrr en í febrúar.

„Þetta er svekkjandi því hann er afar góður leikmaður og ég gerði ráð fyrir því að fá hann inn í desember eða janúar. Hann þarf meiri tíma og við tökum enga áhættu," segir Koeman.

Southampton fær Everton í heimsókn um helgina en auk Rodriguez eru Jack Cork, Dusan Tadic, Sam Gallagher og Jake Hesketh á meiðslalistanum. Graziano Pelle og Steven Davis eru tæpir og þeir Morgan Schneiderlin, Victor Wanyama og Florin Gardos verða í banni.

Koeman þarf því að leita í hið margrómaða unglingastarf Southampton sem hefur tapað fimm leikjum í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner