Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. desember 2014 05:55
Daníel Freyr Jónsson
England - Arsenal mætir á Anfield
Liverpool fær Arsenal í heimsókn.
Liverpool fær Arsenal í heimsókn.
Mynd: Getty Images
United hefur verið óstöðvandi undanfarnar vikur.
United hefur verið óstöðvandi undanfarnar vikur.
Mynd: Getty Images
Það verður sannkallaður stórleikur í enska boltanum um helgina á sama tíma og jólavertíðin er að bresta á.

Helgin hefst með leik Englandsmeistara Manchester City og Crystal Palace í hádeginu á morgun. City hefur verið á góðu skriði og ætti að eiga þægilegan leik fyrir höndum.

Manchester United hefur verið heitasta liðið í deildinni síðustu vikur og heimsækja þeir Aston Villa á morgun. Louis Van Gaal og hans menn geta þar unnið sinn sjöunda deildarleik í röð.

Swansea heimsækir Hull á sama tíma, auk þess sem Southampton tekur á móti Everton í áhugaverðum leik. Tottenham á einnig heimaleik gegn Burnley.

Á sunnudag fara svo fram tveir leikir þar sem búast má við miklu fjöri. Newcastle tekur á móti Sunderland í alvöru nágrannaslag, áður en Liverpool mætir Arsenal í risaleik á Anfield.

Laugardagur:
12:45 Manchester City - Crystal Palace
15:00 Hull - Swansea
15:00 QPR - WBA
15:00 Aston Villa - Manchester United
15:00 Southampton - Everton
15:00 Tottenham - Burnley
15:00 West Ham - Leicester

Sunnudagur:
13:30 Newcastle - Sunderland
16:00 Liverpool - Arsenal














Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner