Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 19. desember 2014 15:30
Magnús Már Einarsson
„Enska deildin sterkari en spænska"
Svar við fyrirspurn í sérfræðingahorni Fótbolta.net
Rikki G sá um að svara.
Rikki G sá um að svara.
Mynd: Sigurjón Ragnar
Strákarnir í Stoke fagna marki.
Strákarnir í Stoke fagna marki.
Mynd: Getty Images
Úr leik Barcelona og Sevilla.
Úr leik Barcelona og Sevilla.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net hefur opnað sérfræðingahorn á síðunni þar sem lesendur geta sent inn fyrirspurnir um allt sem tengist fótbolta á einhvern hátt.

Gunnar Valdimar, 17 ára, kom með spurningu um ensku og spænsku deildina.

Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, lýsir leikjum í báðum deildum á Stöð 2 Sport og hann sá um að svara. Hér að neðan er spurningin og svar Rikka.

Hvor deildin er sterkari? Enska eða Spænska?
Auðveldasta svarið væri auðvitað að segja Enska deildin en það hefur margt breyst á undanförnum árum. Það segja flestir að Spænska deildin sé aðeins 2 liða deild en Atletico Madrid afsannaði það á síðasta tímabili þar sem Real, Barca og Atletico börðust um Spánarmeistaratitilinn. Sömu sögu er að segja með Ensku deildina en þar börðust City, Liverpool og Chelsea um titilinn. Báðar deildir voru gríðarlega spennandi á síðasta tímabili en það væri auðvelt að segja að Spænska deildin sé betri í dag, kannski að því leyti að það fóru tvö Spænsk lið í úrslit Meistaradeildarinnar í vor. Tvö Ensk lið féllu strax úr 16-liða úrslitum og eitt úr 8 liða. Aðeins Chelsea fór í undanúrslit en var slegið út af Spænsku liði þar. Spænska deildin hefur einnig að geyma 2 bestu knattspyrnumenn veraldar ásamt hverri stórstjörnunni á fætur annari. Þær stjörnur eru hinsvegar aðeins í þremur liðum þeas liðunum sem börðust um titilinn í vor.

Gæðamunur bestu liða Spánar og bestu liða Englands var Spáni í hag á síðasta tímabili án nokkurs vafa. Ef við tölum um stöðuna núna á meðal efstu liða deildana, þá eru það Chelsea, Man City og Man Utd á móti Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid þá held ég að Spánn vinni það 2 - 1.

Hinsvegar held ég að Arsenal, Spurs, Liverpool, Everton og þessi lið í efri hluta ensku deildarinnar séu með meiri gæði en liðin í efri hluta Spænsku deildarinnar.
Það er mikið líklegra að Stoke vinni Manchester City heldur en að Levante vinni Real
Madríd.

Sjarminn er einnig mikið meiri í Ensku deildinni, miklu fleiri sem mæta á leikina á meðan vellirnir eru hálffullir á Spáni fyrir utan leikina hjá þeim allra stærstu.
Harkan er einnig töluvert meiri á Englandi. Svarið er samt að gæðin eru gífurlega mikil í báðum deildum og erfitt að gera upp á milli. En fyrir hinn almenna áhugamann er Enska deildin alltaf númer 1. Að mínu mati eru þetta tvær sterkustu deildir heims um þessar mundir og erfitt að gera upp á milli þeirra eins og staðan er í dag. En við lítum á heildarmyndina, þá eru alltaf sömu liðin í toppbáráttu á Spáni og bilið of mikið á milli annara liða á meðan Enska deildin er jafnari þar sem bilið er ekki svo mikið á milli bestu liða og „meðal“ liða. Þess vegna vil ég segja Enska deildin sé sterkari en aðeins rétt svo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner