Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. desember 2014 18:00
Elvar Geir Magnússon
Reif kjaft við áhorfanda og verður að vera meðal áhorfenda
Mynd: Getty Images
Nigel Pearson, stjóri Leicester City, hefur verið dæmdur í hliðarlínubann í einn leik eftir að hafa rifið kjaft við áhorfanda.

Pearson náðist á myndband þar sem hann kallaði á áhorfanda „Fuck off and die" en þessi áhorfandi hafði látið Pearson heyra það stóran hluta leiksins.

Bannið þýðir að hann má funda með sínum mönnum fyrir leik og í hálfleik en getur ekki stýrt liðinu frá hliðarlínunni. Hann verður því að vera í stúkunni.

Einnig fékk Leicester sekt vegna hegðunar Pearson en liðið er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir West Ham á morgun.


Athugasemdir
banner
banner