fös 19. desember 2014 18:30
Elvar Geir Magnússon
Sanogo lánaður í janúar
Sanogo í besta skapi.
Sanogo í besta skapi.
Mynd: Getty Images
Yaya Sanogo sóknarmaður Arsenal verður lánaður frá Lundúnaliðinu í janúarglugganum.

Þessi 21 árs franski unglingalandsliðsmaður kom til Arsenal á frjálsri sölu 2013 eftir að samningur hans við Auxerre í heimalandinu rann út.

Hann hefur aðeins skorað eitt mark í 19 leikjum en 8 af þeim eru byrjunarliðsleikir.

Talið er að Sanogo muni verða sendur í annað lið í ensku úrvalsdeildinni frekar en út fyrir landsteinana.

Hans tækifæri hafa takmarkast eftir að Olivier Giroud steig upp úr meiðslum en Arsene Wenger getur einnig valið milli Danny Welbeck, Lukas Podolski, Theo Walcott, Alexis Sanchez og Chuba Akpom.
Athugasemdir
banner
banner