Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 19. desember 2014 14:44
Elvar Geir Magnússon
Skýrsla um úthlutun HM verður birt
Michael Garcia.
Michael Garcia.
Mynd: Getty Images
Stjórn FIFA samþykkti í dag að birta skýrslu Michael Garcia sem hann gerði um aðdraganda þess að ákveðið var að halda HM 2018 í Rússlandi og 2022 í Katar.

Öll skýrslan, 430 blaðsíður, verður þó ekki birt í heild og er enn óvíst hvaða hlutar hennar verða opinberaðir.

Ásakanir um spillingu þegar mótunum var úthlutað hafa verið ansi háværar en skýrsla Garcia hefur mikið verið í fréttunum eftir að hann sagði sig úr siðanefnd FIFA í vikunni.

Garcia var mjög ósáttur við útdrátt sem FIFA lét gera úr skýrslunni þar sem hann sagði að mörgu mikilvægu væri sleppt.

Sepp Blatter, forseti FIFA, sagði í yfirlýsingu í dag að í skýrslunni væri fjallað um það liðna en FIFA væri að einbeita sér að framtíðinni. Ljóst væri að leikstöðum yrði ekki haggað, HM 2018 verður í Rússlandi og fjórum árum síðar verður leikið í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner