Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. desember 2014 06:00
Magnús Már Einarsson
Ungir leikmenn skrifa undir hjá Ægi
Frá undirskriftinni.
Frá undirskriftinni.
Mynd: Ægir
Undirbúningur fyrir næsta tímabil er hafinn hjá Ægi í Þorlákshöfn og sem hluti af starfinu er að semja við unga og efnilega leikmenn. Markmiðið er alltaf að reyna auka hlutfall uppalinna leikmanna í hópi meistaraflokks, segir í fréttatilkynningu frá Ægi.

Í vikunni skrifuðu þrír ungir leikmenn undir tveggja ára samning við félagið. Þetta eru allt uppaldir leikmenn Ægis sem félagið bindur miklar væntingar og vonir við að verði framtíðar leikmenn meistaraflokks á næstu árum.

Þessir leikmenn heita: Atli Rafn Guðbjartsson f.´98, Ómar Örn Reynisson f.´96 og Pétur Smári Sigurðsson f.´98.

,,Knattspyrnufélagið Ægir fagnar því að hafa náð samningum við þessa efnilegu drengi og hlakkar til samstarfsins á næstu árum," segir í fréttatilkynningu frá Ægi.

Þjálfari meistaraflokks Ægis er sem fyrr Alfreð Elías Jóhannsson, en hann tók við liðinu haustið 2010. Félagið hefur einnig náð samkomulagi við Milos Glogovac sem mun áfram sinna starfi aðstoðarþjálfara sem og að leika með liðinu á næsta tímabili. Lið Ægis spilar í 2.deild og hefur gert síðustu tvö tímabil eftir að hafa komist upp úr 3 .deild árið 2012.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner